Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 26. mars 2023 15:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni EM: Algjört hrun hjá Dönum í Astana
Mynd: EPA

Kazakhstan 3 - 2 Denmark
0-1 Rasmus Hojlund ('21 )
0-2 Rasmus Hojlund ('36 )
1-2 Baktiyor Zainutdinov ('73 , víti)
2-2 Askhat Tagybergen ('86 )
3-2 Abat Aimbetov ('89 )
Rautt spjald: Abat Aymbetov Kazakhstan ('90)


Það var hreint út sagt ótrúlegum leik að ljúka í Astana í Kasakstan þar sem heimamenn fengu Danmörku í heimsókn.

Útlitið var bjart fyrir Dani í hálfleik en liðið var 2-0 yfir þar sem Rasmus Hojlund framherji Atalanta skoraði bæði mörkin.

Staðan var óbreytt allt fram á 73. mínútu þegar Kasakstan fékk vítaspyrnu. Þeir skoruður úr henni og minnkuðu muninn. Undir lok leiksins náðu þeir að jafna metin og innsigluðu svo sigurinn á 89. mínútu.

Abat Aimbetov skoraði sigurmarkið og fékk gult spjald fyrir að fara úr treyjunni í fagnaðarlátunum. Á sjöttu mínútu uppbótartímans fékk hann síðan sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir að fá boltann í höndina.


Athugasemdir
banner
banner
banner