Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 26. mars 2024 20:47
Brynjar Ingi Erluson
„Hákon virðist alltaf vera besti maðurinn okkar“
Icelandair
Hákon Arnar í leiknum í kvöld
Hákon Arnar í leiknum í kvöld
Mynd: Mummi Lú
Hákon Arnar Haraldsson fær mikið lof fyrir frammistöðu sína í landsleik Íslands gegn Úkraínu í úrslitaleik EM-umspilsins í kvöld en Kári Árnason segir hann okkar mikilvægasta leikmann.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

Hákon hefur verið að spila vel á móti sterku liði Úkraínu og farið mikið fyrir honum á miðsvæðinu, bæði varnarlega og sóknarlega.

Kári er gríðarlega hrifinn af honum og telur hann mikilvægasta leikmann Íslands.

„Það verður líka að segja um Hákon hvað þetta er þroskaður leikmaður miðað við ungan aldur. Þú getur sett hann nánast hvar sem er. Ég ætla ekki taka neitt af Alberti eða þetta mark en hann virðist alltaf vera besti maðurinn hjá okkur. Það fer rosalega mikið fyrir honum bæði varnarlega og sóknarlega. Það fer mikið fyrir honum,“ sagði Kári á Stöð 2 Sport.

Ísland er að ná hæstu hæðum á besta tíma, þegar allt er undir.

„Við virðumst vera að toppa á heldur betur góðum tíma því þetta er það besta sem við höfum séð í langan tíma. Við vorum ekkert svakalega jákvæðir fyrir þennan leik og gegn Ísrael. Við settum spurningarmerki við getuna hjá Ísrael og vorum búnir að sjá það sem við vorum búnir að sjá af landsliðinu í riðlakeppninni og það var ekkert jákvætt.“

„Nú erum við búnir að spila þrjá mjög fína hálfleika og nú erum við 45 mínútum frá því að komast á EM,“
sagði Kári enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner