Brasilíski varnarmaðurinn Danilo segist hafa upplifað mikla vanlíðan er hann var á mála hjá Real Madrid, svo mikla að hann leitaði sér sálfræðiaðstoðar.
Danilo spilaði með Real Madrid frá 2015 til 2017 og lék þar 56 leiki yfir tvö tímabil.
Hann fór fljótt að efast sjálfan sig vegna skrifa um hann í blöðum og samfélagsmiðlum og sá hann því enga aðra leið en að gera eitthvað í sínum málum.
„Vandamálið náði hæstu hæðum þegar ég var hjá Real Madrid. Ég þjáðist svo mikið að ég þurfti að leita mér sálfræðiaðstoðar og það komu augnablik þar sem mér leið eins og ég væri búinn að gleyma því hvernig ætti að spila fótbolta.“
„Gagnrýnin særði mig mikið og ég týndi mér algerlega í henni, hvort sem það var á samfélagsmiðlum eða hvar sem er. Ég byrjaði að vinna með íþróttasálfræðingi.“
„Ég ætla að vera mjög hreinskilinn með þetta en félög bregðast bara við þegar þau átta sig á fjárhagslega skaðanum sem þetta getur valdið þeim. Félögin munu hugsa sig tvisvar og byrja að fjárfesta í styðja við andlega heilsu þegar þeir fatta hversu marga leikmenn þau munu missa vegna andlegra og tilfinningalegra vandamála,“ sagði Danilo við Sport.
Athugasemdir