Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 26. apríl 2021 17:53
Brynjar Ingi Erluson
Bailly framlengir við Man Utd til 2024 (Staðfest)
Eric Bailly verður áfram hjá Man Utd
Eric Bailly verður áfram hjá Man Utd
Mynd: EPA
Eric Bailly, leikmaður Manchester United á Englandi, hefur framlengt samning sinn við félagið til 2024.

Bailly er 27 ára gamall en hann var keyptur frá Villarreal árið 2016 fyrir 30 milljónir punda.

Hann var frábær á fyrsta tímabilinu með United og var mikilvægur í vörninni er liðið vann Evrópudeildina en síðustu ár hefur hann þó glímt við erfið meiðsli.

Á þessum fimm árum hjá United hefur hann spilað 100 leiki í öllum keppnum og gert eitt mark.

Bailly hefur nú skrifað undir nýjan þriggja ára samning við United og er því samningsbundinn til 2024.

Hann hefur spilað 15 leiki í öllum keppnum á þessu tímabili en hefur lítið spilað undanfarið eftir að hann smitaðist af kórónaveirunni í byrjun apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner