Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. apríl 2021 15:15
Magnús Már Einarsson
Kristján Guðmunds: Stefnum á að vera í efri hlutanum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Þetta er fullkomlega eðlileg spá þar sem gengið er út frá niðurstöðu mótsins í fyrra, úrslitum úr þeim fáu leikjum sem hafa verið spilaðir í vetur og líklega út frá því að við höfum enn ekki sótt leikmenn erlendis frá," segir Kristján Guðmundsson þjálfari Stjörnunnar en liðinu er spáð 7. sæti í Pepsi Max-deild kvenna í sumar.

Stjarnan endaði í 5. sæti árið 2019 og 6. sæti í fyrra og markmiðið er að enda ofar en spáin segir til um. „Við stefnum á að vera í efri hlutanum áfram og gera öllum liðum lífið leitt," sagði Kristján sem reiknar með svipaðri deild og í fyrra.

„Mjög svipað og í fyrra . Lið sem verða í afgerandi forystu á toppnum og svo breiðan hóp annarra liða sem verða mjög áþekk að getu. Frammistaða liðanna verður líklega mjög sveiflukennd eftir sérstaka æfingamánuði undanfarinn vetur og vor, í raun keimlíkt fyrra ári þar sem lið unnu leiki í skorpum og töpuðu."

Stjarnan hefur bætt við nokkrum leikmönnum frá því í fyrra en Alma Mathiesen, Chanté Sandi­ford, Heiða Ragney Viðars­dótt­ir og
Úlfa Dís Kreye Úlfars­dótt­ir hafa bæst í hópinn.

„Við erum virkilega ánægð með liðsstyrkinn og stemningin er góð hjá okkur," sagði Kristján en reiknar hann með að fá meiri liðsstyrk fyrir mót? „Ég geri ráð fyrir því að hreyfingar verði á hópnum fyrir lok félagaskiptagluggans í maí."
Athugasemdir
banner
banner
banner