Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
   lau 26. apríl 2025 10:57
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal undirbýr tilboð í Kounde - Vardy til Wrexham?
Powerade
Jules Kounde til Arsenal?
Jules Kounde til Arsenal?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jamie Vardy er orðaður við Hollywood-lið Wrexham
Jamie Vardy er orðaður við Hollywood-lið Wrexham
Mynd: EPA
Verður Antony áfram hjá Real Betis?
Verður Antony áfram hjá Real Betis?
Mynd: EPA
Chelsea, Manchester United og Jamie Vardy koma við sögu í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Arsenal er að undirbúa 55 milljóna punda tilboð í Jules Kounde (26), varnarmann Barcelona. (Sun)

Nottingham Forest gæti reynt að fá James McAtee (22) frá Manchester City þó þeir Callum Hudson-Oodoi (24) og Anthony Elanga (22) verði áfram. (Sky Sports)

Enski sóknarmaðurinn Jamie Vardy (38) gæti farið til Wrexham þegar samningur hans við Leicester rennur út í sumar. Það veltur þó allt á því hvort velska félagið nái að tryggja sér sæti í B-deildina. (Talksport)

Manchester United mun setja alla einbeitingu á að fá Xavi Simons (22) frá RB Leipzig ef Matheus Cunha kemur ekki frá Wolves. (Teamtalk)

Real Betis er að undirbúa nýtt lánstilboð í Antony (25) en félagið vill halda honum út næsta tímabil. (Telegraph)

Chelsea er í viðræðum við umboðsmenn Jamie Gittens (20) hjá Borussia Dortmund. Hann er metinn á um 42-52 milljónir punda. (Sky)

Enska félagið telur sig einnig leiða baráttuna um Liam Delap (22), leikmann Ipswich, en Manchester United er einnig í baráttunni um hann. (GiveMeSport)

Enski þjálfarinn Liam Rosenior hefur náð samkomulagi við franska félagið Strasbourg um að vera áfram á næsta tímabili þrátt fyrir áhuga frá enskum úrvalsdeildarfélögum. (Athletic)

Manchester United mun berjast við Paris Saint-Germain um Stanislav Lobotoka (30), miðjumann Napoli. Barcelona hefur einnig áhuga. (Tuttomercato)

Gregor Kobel (27), markvörður Borussia Dortmund og svissneska landsliðsins, gæti yfirgefið þýska félagið í sumar. Chelsea og Newcastle United hafa áhuga á markverðinum. (Footmercato)

Djordje Petrovic (25), markvörður Chelsea, er í sigtinu hjá Bayer Leverkusen eftir frammistöðu serbneska markvarðarins með Strasbourg í Frakklandi. Hann er á láni hjá franska félaginu. (Kicker)

Andreas Christensen (29), varnarmaður Barcelona, vill vera áfram hjá félaginu og berjast fyrir sæti sínu í liðinu í stað þess að fara í sumar. Samningur danska landsliðsmannsins rennur út á næsta ári. (AS)

Dusan Vlahovic (25), Kenan Yildiz (19) og Andrea Cambiaso (25), eru allir á lista hjá Manchester City fyrir sumargluggann en þeir gætu allir yfirgefið Juventus ef liðinu tekst ekki að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili. (Calciomercato)

Nicolas Tié, fyrrum leikmaður unglingaliðs Chelsea, hefur tekið ákvörðun um að hætta í fótbolta aðeins 24 ára að aldri til að ganga í franska herinn. (Quest-France).
Athugasemdir
banner