Wrexham 3 - 0 Charlton
1-0 Oliver Rathbone ('15)
2-0 Sam Smith ('18)
3-0 Sam Smith ('81)
1-0 Oliver Rathbone ('15)
2-0 Sam Smith ('18)
3-0 Sam Smith ('81)
Sögufræga fótboltafélagið Wrexham AFC er búið að tryggja sér þátttökurétt í ensku Championship deildinni eftir frábæran sigur gegn Charlton í toppbaráttu League One deildarinnar í dag.
Wrexham, sem er í eigu leikaranna vinsælu Rob McElhenney og Ryan Reynolds, hefur verið á ótrúlega mikilli uppleið á síðustu árum og mætir nú sinni stærstu áskorun síðan fyrir rúmlega 40 árum síðan.
McElhenney og Reynolds keyptu félagið í nóvember 2020 eftir að félagið hafði endað í neðsta sæti í 150 ára sögu sinni tímabilið áður, 19. sæti í ensku utandeildinni.
Undir þeirra leiðsögn hefur Wrexham klifrað upp neðri deildirnar og er núna komið upp í Championship eftir að hafa komist upp úr utandeildinni, League Two og League One á þremur árum.
Til gamans má geta að Jón Daði Böðvarsson var á skammtímasamningi hjá Wrexham fyrir áramót og lék sjö leiki með liðinu á tímabilinu, þar af fjóra í League One deildinni.
Wrexham verður því eitt af tveimur velskum liðum í Championship deildinni á næsta leiktíð eftir að Cardiff City féll á dögunum. Swansea leikur einnig í Championship.
Rob and Ryan understood the assignment ????@Gatorade
— Wrexham AFC (@Wrexham_AFC) April 26, 2025
?????? #WxmAFC pic.twitter.com/QP6juY7HOc
Athugasemdir