Brynjar Gauti reiknar með erfiðum leik
Brynjar Gauti Guðjónsson gaf sér tíma fyrir leik til að spjalla við okkur um "heimkomuna" til Ólafsvíkur.
"Nei nei, maður verður alltaf Ólsari, það breytist ekkert" sagði Brynjar þegar hann var spurður hvort hann væri orðinn útivallarmaður
Hann sagði bakgrunn liðanna svipaðan, enda um "minni" bæjarfélög að ræða sem fylkja sér að baki sínu liði af öllu hjarta og því hefði verið auðvelt að aðlagast lífinu í Eyjum.
Í viðtalinu sem fylgir þessari grein gefur hann komment á þjálfarann og leikinn sem hefst núna kl. 18.
Athugasemdir