Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
Davíð Smári: Þá hugsa ég að ég hefði ekki verið ráðinn
Magnús Már: Tveir sigrar og markatalan 5-1 í þessu nýja móti
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Hjammi hitar upp fyrir 50 milljóna króna leikinn - Sjáðu bikarinn sem barist er um
banner
   fös 26. maí 2023 23:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorlákshöfn
Nenad eftir tap í grannaslagnum: Það var bara tímaspursmál
Lengjudeildin
watermark Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis.
Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfitt. Mér fannst Selfoss aðlagast aðstæðunum betur," sagði Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis, eftir 1-3 tap í nágrannaslag gegn Selfossi í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ægir 1 -  3 Selfoss

„Ég verð að viðurkenna að þeir voru betri í mörgum þáttum leiksins að hluta til í byrjun leiksins og svo allan seinni hálfleikinn. Það var bara tímaspursmál hvenær við myndum fá á okkur mark."

Vindurinn hafði mikil áhrif á leikinn og það var erfitt að spila fótbolta í Þorlákshöfn í kvöld.

„Þetta eru ekki aðstæður sem henta leikstíl okkar. Við vorum líka án þriggja lykilmanna í kvöld. Það er ekki afsökun en við vorum ekki með okkar sterkasta lið."

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1999 þar sem Selfoss kemur í heimsókn í Þorlákshöfn og spilar þar. „Það er alltaf gaman þegar þú vinnur í svona leikjum en ekki ef þú tapar. Þetta er grannaslagur og stór leikur, en þeir gerðu betur en við."

Sóknarmaðurinn Cristofer Rolin var ekki með Ægi í kvöld af persónulegum ástæðum og þá voru Serbarnir Sladjan Mijatovic og Dimitrije Cokic á meiðslalistanum. „Við erum ungt og óreynt lið, sérstaklega á þessu stigi. Það er erfitt þegar það vantar einn leikmann og enn erfiðara þegar það vantar fleiri."

Ægir er með eitt stig eftir fjóra leiki og situr á botni Lengjudeildarinnar. „Byrjunin er ekki góð en ég hef trú á leikmönnum mínum. Mér finnst við vera með gæði, sérstaklega þegar við erum allir saman. Það eru 18 leikir eftir og mörg stig eftir í pottinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner