Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   fös 26. maí 2023 23:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorlákshöfn
Nenad eftir tap í grannaslagnum: Það var bara tímaspursmál
Lengjudeildin
Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis.
Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfitt. Mér fannst Selfoss aðlagast aðstæðunum betur," sagði Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis, eftir 1-3 tap í nágrannaslag gegn Selfossi í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ægir 1 -  3 Selfoss

„Ég verð að viðurkenna að þeir voru betri í mörgum þáttum leiksins að hluta til í byrjun leiksins og svo allan seinni hálfleikinn. Það var bara tímaspursmál hvenær við myndum fá á okkur mark."

Vindurinn hafði mikil áhrif á leikinn og það var erfitt að spila fótbolta í Þorlákshöfn í kvöld.

„Þetta eru ekki aðstæður sem henta leikstíl okkar. Við vorum líka án þriggja lykilmanna í kvöld. Það er ekki afsökun en við vorum ekki með okkar sterkasta lið."

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1999 þar sem Selfoss kemur í heimsókn í Þorlákshöfn og spilar þar. „Það er alltaf gaman þegar þú vinnur í svona leikjum en ekki ef þú tapar. Þetta er grannaslagur og stór leikur, en þeir gerðu betur en við."

Sóknarmaðurinn Cristofer Rolin var ekki með Ægi í kvöld af persónulegum ástæðum og þá voru Serbarnir Sladjan Mijatovic og Dimitrije Cokic á meiðslalistanum. „Við erum ungt og óreynt lið, sérstaklega á þessu stigi. Það er erfitt þegar það vantar einn leikmann og enn erfiðara þegar það vantar fleiri."

Ægir er með eitt stig eftir fjóra leiki og situr á botni Lengjudeildarinnar. „Byrjunin er ekki góð en ég hef trú á leikmönnum mínum. Mér finnst við vera með gæði, sérstaklega þegar við erum allir saman. Það eru 18 leikir eftir og mörg stig eftir í pottinum."
Athugasemdir
banner
banner