Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Árni Freyr: Mér fannst við miklu betri
Kyle McLagan: Færð nýja sýn á fótbolta eftir heilt ár frá
Chris Brazell: Allir geta unnið alla
Jökull: Hlustum sem minnst á umræðuna
Brynjar Björn: Svekkjandi að ná ekki að halda út
Haraldur: Seinni hálfleikurinn var okkar eign
Rúnar: Vildum ekki vera í þessum Hawaii fótbolta
Gummi Kri: Náðu að henda sér helvíti mikið á skotin okkar á síðustu stundu
Aukaæfingin að skila sér hjá Dóra: Við þrír erum bestu vinir
Úlfur: Búnir að laga það sem við þurftum að laga frá því í fyrra
„Trúi ekki á grýlur en það er eitthvað helvíti sem er að trufla okkur"
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
   fös 26. maí 2023 23:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorlákshöfn
Nenad eftir tap í grannaslagnum: Það var bara tímaspursmál
Lengjudeildin
Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis.
Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfitt. Mér fannst Selfoss aðlagast aðstæðunum betur," sagði Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis, eftir 1-3 tap í nágrannaslag gegn Selfossi í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ægir 1 -  3 Selfoss

„Ég verð að viðurkenna að þeir voru betri í mörgum þáttum leiksins að hluta til í byrjun leiksins og svo allan seinni hálfleikinn. Það var bara tímaspursmál hvenær við myndum fá á okkur mark."

Vindurinn hafði mikil áhrif á leikinn og það var erfitt að spila fótbolta í Þorlákshöfn í kvöld.

„Þetta eru ekki aðstæður sem henta leikstíl okkar. Við vorum líka án þriggja lykilmanna í kvöld. Það er ekki afsökun en við vorum ekki með okkar sterkasta lið."

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1999 þar sem Selfoss kemur í heimsókn í Þorlákshöfn og spilar þar. „Það er alltaf gaman þegar þú vinnur í svona leikjum en ekki ef þú tapar. Þetta er grannaslagur og stór leikur, en þeir gerðu betur en við."

Sóknarmaðurinn Cristofer Rolin var ekki með Ægi í kvöld af persónulegum ástæðum og þá voru Serbarnir Sladjan Mijatovic og Dimitrije Cokic á meiðslalistanum. „Við erum ungt og óreynt lið, sérstaklega á þessu stigi. Það er erfitt þegar það vantar einn leikmann og enn erfiðara þegar það vantar fleiri."

Ægir er með eitt stig eftir fjóra leiki og situr á botni Lengjudeildarinnar. „Byrjunin er ekki góð en ég hef trú á leikmönnum mínum. Mér finnst við vera með gæði, sérstaklega þegar við erum allir saman. Það eru 18 leikir eftir og mörg stig eftir í pottinum."
Athugasemdir
banner
banner
banner