Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
   fös 26. maí 2023 23:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þorlákshöfn
Nenad eftir tap í grannaslagnum: Það var bara tímaspursmál
Lengjudeildin
Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis.
Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var erfitt. Mér fannst Selfoss aðlagast aðstæðunum betur," sagði Nenad Zivanovic, þjálfari Ægis, eftir 1-3 tap í nágrannaslag gegn Selfossi í Lengjudeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Ægir 1 -  3 Selfoss

„Ég verð að viðurkenna að þeir voru betri í mörgum þáttum leiksins að hluta til í byrjun leiksins og svo allan seinni hálfleikinn. Það var bara tímaspursmál hvenær við myndum fá á okkur mark."

Vindurinn hafði mikil áhrif á leikinn og það var erfitt að spila fótbolta í Þorlákshöfn í kvöld.

„Þetta eru ekki aðstæður sem henta leikstíl okkar. Við vorum líka án þriggja lykilmanna í kvöld. Það er ekki afsökun en við vorum ekki með okkar sterkasta lið."

Þetta er í fyrsta sinn síðan 1999 þar sem Selfoss kemur í heimsókn í Þorlákshöfn og spilar þar. „Það er alltaf gaman þegar þú vinnur í svona leikjum en ekki ef þú tapar. Þetta er grannaslagur og stór leikur, en þeir gerðu betur en við."

Sóknarmaðurinn Cristofer Rolin var ekki með Ægi í kvöld af persónulegum ástæðum og þá voru Serbarnir Sladjan Mijatovic og Dimitrije Cokic á meiðslalistanum. „Við erum ungt og óreynt lið, sérstaklega á þessu stigi. Það er erfitt þegar það vantar einn leikmann og enn erfiðara þegar það vantar fleiri."

Ægir er með eitt stig eftir fjóra leiki og situr á botni Lengjudeildarinnar. „Byrjunin er ekki góð en ég hef trú á leikmönnum mínum. Mér finnst við vera með gæði, sérstaklega þegar við erum allir saman. Það eru 18 leikir eftir og mörg stig eftir í pottinum."
Athugasemdir
banner