Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
   sun 26. maí 2024 20:08
Sölvi Haraldsson
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara virkilega góður sigur.“ sagði Eyjólfur Héðinsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 sigur á útivelli gegn Fram.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 Breiðablik

Fyrir leikinn var Fram einungis búnir að fá á sig 5 mörk en Eyjólfur er virkilega ánægður að hafa skorað fjögur mörk á móti þeim í dag.

Ekki spurning. Þeir eru ofboðslega þéttir og skipulagðir varnarlega. En við áttum rúmlega 20 skot á markið í leiknum og flest úr góðum færum. Við gerðum eitthvað rétt sóknarlega og vorum sterkir varnarlega í dag.“

Það voru margir á því að leikurinn í dag hafi ekki verið 4-1 leikur en Eyjólfur var ósammála því og bakkaði það upp með gögnum úr leiknum.

Ef þú skoðar XG-ið þá var þetta 4-1 leikur en það er takmarkað hægt að taka mark á því. Við vorum einnig með fleiri skot og miklu meira með boltann. En það hefur svosem verið leikurinn hjá þeim líka í sumar. Þeir eru ekkert að stressa sig þótt staðan er 0-0 og þeir minna með boltann.

Í upphafi seinni hálfleik virtust Blikar átt að fá vítaspyrnu og voru allt annað en sáttir. Eyjólfur segist ekki hafa séð atvikið nógu vel til að meta það hvort þetta hafi verið víti eða ekki.

Mér skilst eftir leik að menn hafi veirð að tala um það að þetta hafi verið víti. En ég verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki nógu vel.“

Ísak Snær skoraði sitt fyrsta mark í sumar í dag. Eyjólfur var virkilega ánægður með það en hann er einnig mjög ánægður með það hvernig hans menn hafa komið inn á af bekknum.

Jú og þeir sem komu inn á stóðu sig mjög vel. Það hefur verið gangurinn hjá okkur að þeir sem hafa komið inn á standa sig mjög vel. Síðan erum við að fá menn til baka úr meiðslum, hópurinn er að þéttast og styrkjast þannig við verðum bara betri þegar það líður á.“

Næsti leikur Blika er risaleikur er þeir mæta Víkingum næsta fimmtudag.

Við komum fullir sjálfstraust inn í leikinn. Það hefur gengið vel í undanförnum leikjum. Þeir eru á mjög góðu skriði og við höfum harma að hefna. Það er mikil tilhlökkun að mæta þeim.

Eyjólfur segir það svo að lokum að það hafi verið gaman að eyða kvöldinu í Úlfarsárdalnum.

„Bara gaman að koma hérna í Úlfarsárdal. Frábærar aðstæður og stemning á vellinum. Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa.“ sagði Eyjólfur að lokum.

Viðtalið við Eyjólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir