Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   sun 26. maí 2024 20:08
Sölvi Haraldsson
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara virkilega góður sigur.“ sagði Eyjólfur Héðinsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 sigur á útivelli gegn Fram.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 Breiðablik

Fyrir leikinn var Fram einungis búnir að fá á sig 5 mörk en Eyjólfur er virkilega ánægður að hafa skorað fjögur mörk á móti þeim í dag.

Ekki spurning. Þeir eru ofboðslega þéttir og skipulagðir varnarlega. En við áttum rúmlega 20 skot á markið í leiknum og flest úr góðum færum. Við gerðum eitthvað rétt sóknarlega og vorum sterkir varnarlega í dag.“

Það voru margir á því að leikurinn í dag hafi ekki verið 4-1 leikur en Eyjólfur var ósammála því og bakkaði það upp með gögnum úr leiknum.

Ef þú skoðar XG-ið þá var þetta 4-1 leikur en það er takmarkað hægt að taka mark á því. Við vorum einnig með fleiri skot og miklu meira með boltann. En það hefur svosem verið leikurinn hjá þeim líka í sumar. Þeir eru ekkert að stressa sig þótt staðan er 0-0 og þeir minna með boltann.

Í upphafi seinni hálfleik virtust Blikar átt að fá vítaspyrnu og voru allt annað en sáttir. Eyjólfur segist ekki hafa séð atvikið nógu vel til að meta það hvort þetta hafi verið víti eða ekki.

Mér skilst eftir leik að menn hafi veirð að tala um það að þetta hafi verið víti. En ég verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki nógu vel.“

Ísak Snær skoraði sitt fyrsta mark í sumar í dag. Eyjólfur var virkilega ánægður með það en hann er einnig mjög ánægður með það hvernig hans menn hafa komið inn á af bekknum.

Jú og þeir sem komu inn á stóðu sig mjög vel. Það hefur verið gangurinn hjá okkur að þeir sem hafa komið inn á standa sig mjög vel. Síðan erum við að fá menn til baka úr meiðslum, hópurinn er að þéttast og styrkjast þannig við verðum bara betri þegar það líður á.“

Næsti leikur Blika er risaleikur er þeir mæta Víkingum næsta fimmtudag.

Við komum fullir sjálfstraust inn í leikinn. Það hefur gengið vel í undanförnum leikjum. Þeir eru á mjög góðu skriði og við höfum harma að hefna. Það er mikil tilhlökkun að mæta þeim.

Eyjólfur segir það svo að lokum að það hafi verið gaman að eyða kvöldinu í Úlfarsárdalnum.

„Bara gaman að koma hérna í Úlfarsárdal. Frábærar aðstæður og stemning á vellinum. Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa.“ sagði Eyjólfur að lokum.

Viðtalið við Eyjólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner