Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 26. maí 2024 20:08
Sölvi Haraldsson
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara virkilega góður sigur.“ sagði Eyjólfur Héðinsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 sigur á útivelli gegn Fram.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 Breiðablik

Fyrir leikinn var Fram einungis búnir að fá á sig 5 mörk en Eyjólfur er virkilega ánægður að hafa skorað fjögur mörk á móti þeim í dag.

Ekki spurning. Þeir eru ofboðslega þéttir og skipulagðir varnarlega. En við áttum rúmlega 20 skot á markið í leiknum og flest úr góðum færum. Við gerðum eitthvað rétt sóknarlega og vorum sterkir varnarlega í dag.“

Það voru margir á því að leikurinn í dag hafi ekki verið 4-1 leikur en Eyjólfur var ósammála því og bakkaði það upp með gögnum úr leiknum.

Ef þú skoðar XG-ið þá var þetta 4-1 leikur en það er takmarkað hægt að taka mark á því. Við vorum einnig með fleiri skot og miklu meira með boltann. En það hefur svosem verið leikurinn hjá þeim líka í sumar. Þeir eru ekkert að stressa sig þótt staðan er 0-0 og þeir minna með boltann.

Í upphafi seinni hálfleik virtust Blikar átt að fá vítaspyrnu og voru allt annað en sáttir. Eyjólfur segist ekki hafa séð atvikið nógu vel til að meta það hvort þetta hafi verið víti eða ekki.

Mér skilst eftir leik að menn hafi veirð að tala um það að þetta hafi verið víti. En ég verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki nógu vel.“

Ísak Snær skoraði sitt fyrsta mark í sumar í dag. Eyjólfur var virkilega ánægður með það en hann er einnig mjög ánægður með það hvernig hans menn hafa komið inn á af bekknum.

Jú og þeir sem komu inn á stóðu sig mjög vel. Það hefur verið gangurinn hjá okkur að þeir sem hafa komið inn á standa sig mjög vel. Síðan erum við að fá menn til baka úr meiðslum, hópurinn er að þéttast og styrkjast þannig við verðum bara betri þegar það líður á.“

Næsti leikur Blika er risaleikur er þeir mæta Víkingum næsta fimmtudag.

Við komum fullir sjálfstraust inn í leikinn. Það hefur gengið vel í undanförnum leikjum. Þeir eru á mjög góðu skriði og við höfum harma að hefna. Það er mikil tilhlökkun að mæta þeim.

Eyjólfur segir það svo að lokum að það hafi verið gaman að eyða kvöldinu í Úlfarsárdalnum.

„Bara gaman að koma hérna í Úlfarsárdal. Frábærar aðstæður og stemning á vellinum. Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa.“ sagði Eyjólfur að lokum.

Viðtalið við Eyjólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner