Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   sun 26. maí 2024 20:08
Sölvi Haraldsson
Eyjó Héðins: Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Bara virkilega góður sigur.“ sagði Eyjólfur Héðinsson, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 sigur á útivelli gegn Fram.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  4 Breiðablik

Fyrir leikinn var Fram einungis búnir að fá á sig 5 mörk en Eyjólfur er virkilega ánægður að hafa skorað fjögur mörk á móti þeim í dag.

Ekki spurning. Þeir eru ofboðslega þéttir og skipulagðir varnarlega. En við áttum rúmlega 20 skot á markið í leiknum og flest úr góðum færum. Við gerðum eitthvað rétt sóknarlega og vorum sterkir varnarlega í dag.“

Það voru margir á því að leikurinn í dag hafi ekki verið 4-1 leikur en Eyjólfur var ósammála því og bakkaði það upp með gögnum úr leiknum.

Ef þú skoðar XG-ið þá var þetta 4-1 leikur en það er takmarkað hægt að taka mark á því. Við vorum einnig með fleiri skot og miklu meira með boltann. En það hefur svosem verið leikurinn hjá þeim líka í sumar. Þeir eru ekkert að stressa sig þótt staðan er 0-0 og þeir minna með boltann.

Í upphafi seinni hálfleik virtust Blikar átt að fá vítaspyrnu og voru allt annað en sáttir. Eyjólfur segist ekki hafa séð atvikið nógu vel til að meta það hvort þetta hafi verið víti eða ekki.

Mér skilst eftir leik að menn hafi veirð að tala um það að þetta hafi verið víti. En ég verð að viðurkenna að ég sá þetta ekki nógu vel.“

Ísak Snær skoraði sitt fyrsta mark í sumar í dag. Eyjólfur var virkilega ánægður með það en hann er einnig mjög ánægður með það hvernig hans menn hafa komið inn á af bekknum.

Jú og þeir sem komu inn á stóðu sig mjög vel. Það hefur verið gangurinn hjá okkur að þeir sem hafa komið inn á standa sig mjög vel. Síðan erum við að fá menn til baka úr meiðslum, hópurinn er að þéttast og styrkjast þannig við verðum bara betri þegar það líður á.“

Næsti leikur Blika er risaleikur er þeir mæta Víkingum næsta fimmtudag.

Við komum fullir sjálfstraust inn í leikinn. Það hefur gengið vel í undanförnum leikjum. Þeir eru á mjög góðu skriði og við höfum harma að hefna. Það er mikil tilhlökkun að mæta þeim.

Eyjólfur segir það svo að lokum að það hafi verið gaman að eyða kvöldinu í Úlfarsárdalnum.

„Bara gaman að koma hérna í Úlfarsárdal. Frábærar aðstæður og stemning á vellinum. Frábær kvöldstund fyrir okkur Kópavogsbúa.“ sagði Eyjólfur að lokum.

Viðtalið við Eyjólf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner