Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 26. maí 2024 12:50
Ívan Guðjón Baldursson
PSG er að kaupa Safonov frá Krasnodar
Mynd: EPA
PSG er að ná samkomulagi við FK Krasnodar í Rússlandi um kaup á markverði félagsins, Matvei Safonov.

Verðmiðinn er talinn nema um 20 milljónum evra en árangurstengdar aukagreiðslur og prósentuhlutfall af næstu sölu gætu hækkað þá upphæð, sérstaklega ef Safonov tekst að hirða byrjunarliðssætið af ítalska landsliðsmarkverðinum Gianluigi Donnarumma.

Safonov er 25 ára gamall og er nýlega búinn að vinna sér inn byrjunarliðssæti í landsliði Rússlands, þar sem hann á 13 leiki að baki.

Safonov á að fylla í skarðið sem varamarkvörðurinn Keylor Navas skilur eftir, en hann rennur út á samningi í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner