Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   sun 26. maí 2024 16:26
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Aspas skoraði og lagði upp í lokaumferðinni
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Það er aðeins einn leikur eftir á spænska deildartímabilinu, þegar Sevilla tekur á móti Barcelona í kvöld.

Í dag fóru þrír leikir fram en þeir voru þýðingarlitlir þar sem menn voru aðeins að spila upp á stoltið.

Mallorca endar tímabilið á sigri gegn Getafe, þar sem heimamenn leiddu allt þar til á 90. mínútu. Gestirnir frá Mallorca skoruðu tvö mörk á lokamínútunum til að snúa stöðunni við og tryggja sér sigur.

Þetta var fimmti tapleikur Getafe í röð og endar liðið með 43 stig eftir 38 umferðir. Mallorca endar með 40 stig eftir langa og stranga fallbaráttu.

Iago Aspas skoraði þá og lagði upp er Celta Vigo gerði 2-2 jafntefli við Valencia. Aspas og félagar í Celta enda með 41 stig eftir að hafa bjargað sér úr fallbaráttu með góðum úrslitum í síðustu umferðum, en Valencia endar um miðja deild með 49 stig.

Að lokum gerðu Las Palmas og Álaves jafntefli þar sem Giuliano Simeone, sonur Diego þjálfara Atlético Madrid, klúðraði vítaspyrnu á 33. mínútu fyrir gestina.

Simeone leikur á láni hjá Alaves og bætti upp fyrir vítaklúðrið með góðri stoðsendingu fyrir opnunarmark leiksins, en heimamenn jöfnuðu og urðu lokatölur 1-1.

Las Palmas endar með 40 stig og Alaves með 46 stig.

Celta 2 - 2 Valencia
0-1 Carlos Dominguez ('5 , sjálfsmark)
1-1 Iago Aspas ('49 , víti)
1-2 Alberto Mari ('60 , víti)
2-2 Anastasios Douvikas ('62 )

Getafe 1 - 2 Mallorca
1-0 Pedro Gaston Alvarez Sosa ('48 )
1-1 Pablo Maffeo ('90 )
1-2 Vedat Muriqi ('90 )

Las Palmas 1 - 1 Alaves
0-0 Giuliano Simeone ('33 , Misnotað víti)
0-1 Carlos Vicente ('50 )
1-1 Marc Cardona ('71 )
Athugasemdir
banner
banner
banner