Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 26. júní 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arsenal er ekkert að grínast á markaðnum
Raphinha.
Raphinha.
Mynd: Getty Images
Arsenal rétt missti af Meistaradeildarsæti á tímabilinu sem kláraðist fyrir stuttu, en lætur það ekkert stoppa sig á leikmannamarkaðnum í sumar.

Félagið er ekki að grínast neitt og er að vinna dag og nótt í að styrkja sitt lið. Þeirra viðskipti eru að ganga hratt fyrir sig, annað en hjá öðrum félögum.

Portúgalski miðjumaðurinn Fabio Vieira er mættur og er félagið búið að komast að samkomulagi við Manchester City um kaup á sóknarmanninum Gabriel Jesus. Það er bara tímaspursmál hvenær það dettur í gegn.

Núna segir The Athletic að næsti maður inn sé Raphinha, kantmaður Leeds.

Það eru mörg félög áhugasöm um Brasilíumanninn öfluga, en Arsenal er að fara að leggja aukinn kraft í að landa honum og er talið líklegasta félagið til að gera nákvæmlega það.

Arsenal er að gera allt sem þeir geta til að missa ekki af Meistaradeildarsæti aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner