Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 26. júní 2022 23:04
Ívan Guðjón Baldursson
Ebiowei til Crystal Palace (Staðfest)

Crystal Palace er búið að staðfesta félagaskipti Malcolm Ebiowei sem byrjar að æfa með félaginu 1. júlí.


Ebiowei er 18 ára kantmaður sem rennur út á samningi hjá Derby um mánaðarmótin og ætlar ekki að framlengja við C-deildarliðið.

Manchester United er meðal þeirra félaga sem buðu Ebiowei samning í vor en táningurinn valdi að skipta yfir til Crystal Palace þar sem hann mun spila undir stjórn Patrick Vieira.

Ebiowei kom við sögu í fimmtán leikjum í Championship deildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur og var partur af akademíunum hjá Chelsea, Arsenal og Rangers áður en hann skipti til Derby.

Ebiowei, sem á leiki að baki fyrir unglingalandslið Hollands og Englands, skrifar undir fimm ára samning við Palace þar sem hann getur lært af skemmtilegum kantmönnum á borð við Wilfried Zaha og Eberechi Eze.


Athugasemdir
banner