Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 26. júní 2022 23:04
Ívan Guðjón Baldursson
Ebiowei til Crystal Palace (Staðfest)
Það verður spennandi að fylgjast með þessum næstu árin.
Það verður spennandi að fylgjast með þessum næstu árin.
Mynd: Getty Images

Crystal Palace er búið að staðfesta félagaskipti Malcolm Ebiowei sem byrjar að æfa með félaginu 1. júlí.


Ebiowei er 18 ára kantmaður sem rennur út á samningi hjá Derby um mánaðarmótin og ætlar ekki að framlengja við C-deildarliðið.

Manchester United er meðal þeirra félaga sem buðu Ebiowei samning í vor en táningurinn valdi að skipta yfir til Crystal Palace þar sem hann mun spila undir stjórn Patrick Vieira.

Ebiowei kom við sögu í fimmtán leikjum í Championship deildinni á síðustu leiktíð. Hann hefur komið víða við þrátt fyrir ungan aldur og var partur af akademíunum hjá Chelsea, Arsenal og Rangers áður en hann skipti til Derby.

Ebiowei, sem á leiki að baki fyrir unglingalandslið Hollands og Englands, skrifar undir fimm ára samning við Palace þar sem hann getur lært af skemmtilegum kantmönnum á borð við Wilfried Zaha og Eberechi Eze.


Athugasemdir
banner
banner