Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 26. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allegri opinberaði kröfur sínar til McKennie í æfingaleik
Weston McKennie.
Weston McKennie.
Mynd: Getty Images
Juventus vann sinn fyrsta æfingaleik á undirbúningstímabilinu, 3-1 gegn Cesena.

Max Allegri er tekinn aftur við Juventus og hann var með skýr skilaboð til miðjumannsins Weston McKennie í leiknum.

McKennie skoraði fallegt mark í leiknum og Allegri er með kröfur til leikmannsins. Hann lét hann vita af þeim um leið og hann skoraði. Fjölmiðlamenn tóku eftir.

„Þú verður að skora tíu mörk á tímabilinu," gargaði Allegri inn á völlinn í áttina að McKennie.

McKennie er bandarískur miðjumaður sem kom til Juventus frá Schalke fyrir síðasta tímabil. Á sínu fyrsta tímabili með ítalska stórliðinu tókst honum að skora sex mörk í 46 leikjum. Allegri vill fá meira frá honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner