mán 26. júlí 2021 11:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkin: Arnór Ingvi lagði upp í góðum sigri
Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason.
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi Traustason heldur áfram að gera það gott í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Hann byrjaði hjá sínu liði, New England Revolution, síðastliðna nótt er liðið fékk Montreal í heimsókn í Íslendingaslag. Róbert Orri Þorkelsson var ekki með Montreal.

Arnór lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Gustavo Bou eftir tæplega hálftíma.

Staðan var 1-0 í hálfleik, en á 73. mínútu skoraði Bou aftur og tvöfaldaði forystuna. Montreal minnkaði muninn þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Fleiri voru mörkin ekki skoruð, lokatölur 2-1.

Arnór er núna búinn að koma að þremur mörkum í síðustu tveimur leikjum New England. Hann skoraði tvennu í 5-0 sigri gegn Inter Miami í síðustu viku.

New England er á toppi Austurdeildar MLS-deildarinnar með 33 stig eftir 16 leiki. Montreal er í sjöunda sæti.

Guðmundur Þórarinsson var ónotaður varamaður þegar New York City FC vann 5-0 sigur gegn Orlando. Nani var ekki með Orlando og það var greinilega þungt högg fyrir gestina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner