Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. júlí 2022 20:12
Brynjar Ingi Erluson
HK kaupir Haurits frá Stjörnunni (Staðfest)
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, ásamt Oliver Haurits.
Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, ásamt Oliver Haurits.
Mynd: HK
HK festi í kvöld kaup á danska framherjanum Oliver Haurits en hann kemur til félagsins frá Stjörnunni. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við HK.

Haurits, sem er 21 árs, kom til Stjörnunnar frá Skive IK á síðasta ári og spilaði þá níu leiki í Pepsi Max-deildinni og gerði tvö mörk.

Hann kom við sögu í átta leikjum með Stjörnumönnum í sumar og gerði eitt mark en er nú farinn frá félaginu.

HK hefur fest kaup á leikmanninum og skrifaði hann í kvöld undir tveggja ára samning við félagið.

Haurits á að hjálpa HK-ingum í baráttu þeirra um sæti í efstu deild en liðið situr í toppsæti Lengjudeildarinnar með 28 stig eftir þrettán leiki.

Honum er ætlað að fylla skarð Stefáns Inga Sigurðarson sem er á leið til Bandaríkjanna í nám.
Athugasemdir
banner
banner
banner