Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. júlí 2022 10:08
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo mættur á Carrington og umboðsmaður hans er með
Cristiano Ronaldo mætir ásamt Mendes.
Cristiano Ronaldo mætir ásamt Mendes.
Mynd: Getty Images
Það væri áhugavert að vera fluga á vegg á Carrington æfingasvæði Manchester United í dag en Cristiano Ronaldo er mættur. Það verður fundað í dag en framtíð Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni.

Ronaldo mætti ekki einn til fundarins því með honum er Jorge Mendes, umboðsmaður hans. Þá greina fjölmiðlar frá því að sést hafi til Sir Alex Ferguson mæta á svæðið.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo er sagður vilja yfirgefa United. Liðinu mistókst að landa Meistaradeildarsæti á síðasta tímabili. Meðal liða sem hann hefur verið orðaður við er Atletico Madrid.

Chelsea, Bayern München og Paris Saint-Germain hafa öll hafnað áhuga á því að fá Ronaldo í sínar raðir svo möguleikar hans virðast takmarkaðir.

Það er allavega fróðlegur fundur framundan hjá Ronaldo með Erik ten Hag og forráðamönnum United og margir enskir fjölmiðlamenn munu bíða átekta fyrir utan æfingasvæðið.



Athugasemdir
banner