„Við áttum allan daginn að vinna þennan leik fannst mér, vorum með yfirhöndina allan leikinn og bara fín vígslun á nýja vellinum, fullt af fólki, flottur fótbolti og bara það sem koma skal á Meistaravöllum." sagði Aron Sigurðarson fyrirliði KR eftir jafnteflið við Breiðablik á nýjum Meistaravöllum í dag.
Lestu um leikinn: KR 1 - 1 Breiðablik
„Fyrir utan einhverjar mínútur hér og þar þá stjórnum við leiknum. Við komum gíraðir inn í leikinn, ég átti gott skot og við erum að komast í góðar stöður en mér fannst við kannski mega vera aðeins meira cool í sömum stöðum."
„Við verjumst vel, fannst mér við vera með góða línu og einhverneigin allt sem við viljum standa fyrir gerðum við vel í dag fannst mér."
Mætingin var gríðarlega góð á Meistaravelli í dag og mikil stemming á vellinum
„Það var bara geðveikt, það er eiginlega bara synd að þetta hafi komið svona seint en samt bara geðveikt að þetta sé komið og núna getum við spilað okkar heimaleiki fyrir framan aðdáendur okkar og ég biðla til fólks að halda áfram að styðja við bakið á okkur og ég sé ekki til fyrirstöðu að við munum ekki taka yfir Íslenskan fótbolta innan skammstíma."