Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
banner
   mán 26. ágúst 2024 13:49
Elvar Geir Magnússon
Abraham á barmi þess að verða leikmaður West Ham
Abraham er 26 ára.
Abraham er 26 ára.
Mynd: Getty Images
Il Corriere dello Sport segir sóknarmanninn Tammy Abraham hjá Roma vera á barmi þess að ganga í raðir West Ham. Um sé að ræða lánssamning með skyldu um kaup fyrir um 23 milljónir evra.

Sagt er að Roma og West Ham séu á lokstigum samkomulags um Abraham.

Sky Sport Italia sagði í gær að Abraham væri að ræða við West ham um launatölur. Hann var ónotaður varamaður þegar Roma tapaði 2-1 gegn Empoli í gær.

Abraham kom til Roma frá Chelsea 2022 og hefur skorað 37 mörk í 120 leikjum fyrir ítalska félagið.
Athugasemdir
banner
banner