Il Corriere dello Sport segir sóknarmanninn Tammy Abraham hjá Roma vera á barmi þess að ganga í raðir West Ham. Um sé að ræða lánssamning með skyldu um kaup fyrir um 23 milljónir evra.
Sagt er að Roma og West Ham séu á lokstigum samkomulags um Abraham.
Sagt er að Roma og West Ham séu á lokstigum samkomulags um Abraham.
Sky Sport Italia sagði í gær að Abraham væri að ræða við West ham um launatölur. Hann var ónotaður varamaður þegar Roma tapaði 2-1 gegn Empoli í gær.
Abraham kom til Roma frá Chelsea 2022 og hefur skorað 37 mörk í 120 leikjum fyrir ítalska félagið.
Athugasemdir