Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   lau 26. september 2015 16:55
Magnús Þór Jónsson
Arnar: Yfirleitt fylgni milli fjármagns og árangurs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson þjálfari Blika var sáttur með úrslitin ekki frammistöðu sinna manna í Kópavoginum í dag.

"Ég er fyrst og fremst ánægður með að við héldum hreinu og gerðum það sem við þurftum að gera og það var að sækja þrjú stig.  Þetta var klárlega ekki einn af okkar bestu leikjum en sérstaklega eftir að við skoruðum þá fannst mér allur vindur úr okkur og við að halda fengnum hlut."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 ÍBV

Arnar hefur verið mjög duglegur að beina kastljósinu að FH-ingum undanfarnar vikur og látið eins og Blikar hafi ekki átt séns á titlinum en það var  öllum augljóst að þeir voru svekktir í leikslok með silfrið.

"Það var súrt að taka við silfrinu í dag í ljósi þess að það var leikur í Krikanum.  Vitandi það að staðan var 1-1 þegar lítið var eftir og Fjölnismenn með hörkulið þá auðvitað héldum við í vonina.  Við vorum að fókusa á okkur og klára okkar leik.  Það hefði verið grátlegt ef við hefðum ekki gert það."

Blikar tryggðu sér 2.sætið í dag, var það í samræmi við markmið sumarsins?

"Við sögðum fyrir mótið að við ætluðum að ná Evrópusæti en í 2.sæti vilja menn auðvitað alltaf meira og ég tel getuna fyrir hendi.  En ég ætla ekkert að taka af FH, þeir eru með gott lið og vel að þessu komnir og við þurfum að spýta aðeins í lófana ef við ætlum að stríða þeim á næsta ári.  Það er klárlega markmiðið."

Hafa ekki Blikar nú í sumar stimplað sig aftur inn í toppslag íslensks fótbolta og ætla sér stóra hluti í framtíðinni?

"Við förum í alla leiki til að vinna.  En það er bara þannig að það er alltaf fylgni milli þess fjármagns sem er sett í liðið og árangurs, það er yfirleitt þannig.  Eins og mér skilst þá erum við töluverðir eftirbátar Vesturbæinga og þeim í Hafnarfirðinum en engu að síður þá erum við með þannig lið að við getum strítt þessum liðum."

Blikar eru ekki hættir í mótinu.

"Við ætlum að reyna að klára mótið með sigri og setja þá stigamet í 12 liða deild fyrir félagið.  Það er klárlega markmiðið".

Nánar er rætt við Arnar í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner