Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. september 2022 16:59
Elvar Geir Magnússon
České Budějovice
U21 landsliðið á slóðum Poborsky í bjórborginni
Leikvangurinn í České Budějovice.
Leikvangurinn í České Budějovice.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun þriðjudag verður seinni viðureign U21 landsliða Tékklands og Íslands í umspili fyrir lokakeppni Evrópumótsins. Tékkarnir eru í bílstjórasætinu eftir 2-1 sigur á Íslandi en okkar menn hafa fulla trú á því að þeir geti snúið dæminu við í České Budějovice.

Íslenska U21 landsliðið flaug til Prag í gær og hélt svo með rútu yfir til České Budějovice þar sem leikurinn verður spilaður á morgun.

Um er að ræða borg með um 93 þúsund íbúa en hún er hvað þekktust fyrir Budweiser Budvar bjórverksmiðjuna sem framleiðir hina vinsælu tékknesku útgáfu af Budweiser bjórnum.

Leikurinn fer fram á heimavelli Dynamo České Budějovice sem leikur í efstu deild hér í Tékklandi. Leikvangurinn tekur um 6.700 manns og samkvæmt upplýsingum Fótbolta.net er þegar búið að selja um 5 þúsund miða.

Við leikvanginn eru myndir af þekktustu leikmönnum félagsins áberandi, þar á meðal er Karel Poborsky sem margir þekkja vel. Hann lék með Manchester United 1996-1998. Auk þess lék hann með Lazio og 118 landsleik fyrir Tékklands. Poborsky kom upp úr unglingastarfi Dynamo og lék með aðalliði félagsins. Hann lauk ferli sínum einnig með félaginu, árið 2007.
Athugasemdir
banner
banner
banner