Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   þri 26. september 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gylfi ekki í hóp í dag
Mynd: Getty Images
Lyngby á bikarleik gegn HB Köge í 3. umferð danska bikarsins. Freyr Alexandersson, þjálfari liðsins, hefur valið hópinn sem verður til taks í dag.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 að íslenskum tíma og eru þrír íslenskir leikmenn í hópnum.

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum en hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið síðasta föstudag. Engin ástæða er gefin upp á heimasíðu félagsins.

Andri Lucas Guðjohnsen, Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru í hópnum.

Einn leikmaður sem byrjaði leikinn gegn Vejle, Marcel Römer, er ekki í hópnum.

Sigurvegari leiksins fer í 16-liða úrslit keppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner