Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hóf fréttamannafund sinn í dag á því að minnast Billy Vigar, fyrrum akademíuleikmanns félagsins. Vigar var 21 árs þegar hann lést eftir að hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum í leik.
Hann var að spila útileik með utandeildarliðinu Chichester City gegn Wingate & Finchley og lenti á steypuvegg þegar hann var að reyna að halda boltanum í leik.
Hann var að spila útileik með utandeildarliðinu Chichester City gegn Wingate & Finchley og lenti á steypuvegg þegar hann var að reyna að halda boltanum í leik.
„Þetta eru sláandi fréttir. Hugur minn fór samstundis til fjölskyldu hans og hversu erfitt er að fara í gegnum svona. Við sýnum fjölskyldunni allan okkar stuðning," segir Arteta.
Vigar kom í akademíu Arsenal 14 ára gamall en yfirgaf hana á síðasta ári.
Everyone at Arsenal is devastated by the shocking news that former academy graduate Billy Vigar has passed away.
— Arsenal (@Arsenal) September 25, 2025
All our thoughts are with his family and loved ones at this time.
Rest in peace, Billy ??
Athugasemdir