
„Ég held að þetta sé síðasta tímabil Nik með liðið," sagði Magnús Haukur Harðarson í síðasta þætti af Uppbótartímanum, hlaðvarpi um kvennaboltann.
Nik Chamberlain er á sínu öðru tímabili með Breiðabliki en hann hefur gert stórkostlega hluti með liðið; stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils í fyrra og er líklega að vinna tvöfalt í ár.
Nik Chamberlain er á sínu öðru tímabili með Breiðabliki en hann hefur gert stórkostlega hluti með liðið; stýrði liðinu til Íslandsmeistaratitils í fyrra og er líklega að vinna tvöfalt í ár.
Orri Rafn Sigurðarson, fyrrum fréttamaður Fótbolta.net, setti nýverið á X að það væri „alvöru hiti" í kringum Nik en það er áhugi á honum erlendis frá.
„Eðlilega," sagði Magnús Haukur. „Ég veit að það er markmið hans að fara erlendis og þjálfa," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson en Nik hefur lengi verið á Íslandi og þjálfað hér við góðan orðstír.
„Hann á fullt erindi í það. Þetta er toppdrengur sem hefur gert ofboðslega mikið fyrir kvennafótbolta á Íslandi," sagði Magnús Haukur.
„Ég hefði mjög gaman að því að sjá hann þjálfa íslenska landsliðið á einhverjum tímapunkti með Eddu Garðars," sagði Guðmundur Aðalsteinn.
„Ég held að ef Nik fer út þá komi hann ekkert aftur heim. Hann getur orðið eins stór og hægt er því hann hefur svo gríðarlega mikinn metnað og gerir svo miklar kröfur," sagði Magnús Haukur.
Það er alvöru hiti ???????? pic.twitter.com/IkCMhvPKON
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) September 20, 2025
Athugasemdir