Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 13:11
Enski boltinn
Góð regla fyrir Man Utd framvegis
Alejandro Garnacho.
Alejandro Garnacho.
Mynd: EPA
Alejandro Garnacho fékk ekki blíðar móttökur frá stuðningsmönnum Manchester United þegar hann mætti á Old Trafford með nýja félagi sínu, Chelsea, síðasta laugadag.

Garnacho fór frá United í fússi og fýlu í sumar en hann var að mæta á Old Trafford í fyrsta sinn eftir félagaskiptin.

Garnacho fékk ekki mínútu í leiknum sem gladdi stuðningsmenn United en þeir sungu um hann: „Who's that twat from Argentina?" eða „hver er þetta fífl frá Argentínu?"

Stuðningsmenn United sungu þetta sama lag um landa Garnacho, Carlos Tevez og Angel Di Maria sem yfirgáfu félagið líka með leiðinlegum máta.

„Ég held það sé bara góð regla framvegis að United sé ekki mikið að sækja Argentínumenn," sagði Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson í Enski boltinn hlaðvarpinu.

„Hvað er þetta? Hvað með Gabriel Heinze og Juan Sebastian Verón?" sagði Haraldur Örn Haraldsson léttur en Heinze yfirgaf United líka leiðinlega og Verón var mikil vonbrigði hjá félaginu.

„Slátrarinn (Lisandro Martinez) er allt í lagi en hann er alltaf bara meiddur," sagði Guðmundur Aðalsteinn.
Enski boltinn - Hvað var maðurinn að hugsa?
Athugasemdir
banner