Liverpool vonast til að fá Upamecano - Man Utd tryggir sér táning - De Jong á óskalista Man Utd
   fös 26. september 2025 13:27
Elvar Geir Magnússon
Sonur Potter skellihlær að gríninu sem er gert að pabba hans
Ein af myndunum af Potter.
Ein af myndunum af Potter.
Mynd: X
Sæti Graham Potter hjá West Ham er talið sjóðandi heitt en á meðan hann reynir að bjarga starfinu hefur hann slegið í gegn hjá netverjum.

Tískubylgja hefur riðið yfir samfélagsmiðla þar sem andlitið á Potter er sett á hinar ýmsu manneskjur. Ef leitað er á miðlunum má hreinlega sjá andlitið hans á öllu.

Potter var spurður út í þetta grín á fréttamannafundi í dag.

„Þetta hefur ekki farið framhjá mér. Fimmtán ára sonur minn hefur mikið hlegið. Maður verður að taka því sem fylgir starfinu. Stundum eru það fáránlegir hlutir en svona er umhverfið," segir Potter sem segir að engin mynd sé í uppáhaldi.

„Ég hef ekki haft mikinn tíma í að pæla í þessu eins og þið getið ímyndað ykkur, það eru mikilvægari hlutir í huga mínum núna," segir Potter en West Ham, sem er í fallsæti með aðeins einn sigur, mætir Everton á mánudagskvöld.






Athugasemdir