
Knattspyrnudeild ÍR hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að það séu þjálfarabreytingar í vændum í meistaraflokki kvenna.
Þeir Kjartan Stefánsson og Egill Sigfússon tóku við liðinu, sem spilar í 2. deild kvenna, síðasta vetur og enduðu í 10. sæti með liðið eftir að hafa verið nýfallnar úr Lengjudeildinni.
Þeir hafa verið látnir fara úr starfi, stjórn fótboltadeildar ÍR nýtti sér ákvæði í samningi þjálfaranna.
Einnig kemur það fram að leit að nýjum þjálfara sé hafin og verður nýr þjálfari tilkynntur fljótlega.
2. deild kvenna - C úrslit
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KÞ | 17 | 6 | 4 | 7 | 47 - 41 | +6 | 22 |
2. ÍR | 17 | 5 | 4 | 8 | 34 - 43 | -9 | 19 |
3. Einherji | 17 | 5 | 4 | 8 | 31 - 46 | -15 | 19 |
4. Smári | 17 | 0 | 0 | 17 | 5 - 100 | -95 | 0 |
Athugasemdir