PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   mán 26. október 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Vill Arsenal að Rúnar Alex bæti sjö kílóum á sig?
Frumraun á fimmtudag?
Rúnar Alex á æfingu hjá Arsenal.
Rúnar Alex á æfingu hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Rúnar Alex Rúnarsson hefur ekki ennþá spilað sinn fyrsta leik með Arsenal síðan hann kom til félagsins frá Dijon í síðasta mánuði. Rúnar Alex gæti þreytt frumraun sína gegn írska liðinu Dundalk á Emirates leikvanginum í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.

Rúnar Alex var til umræðu í hlaðvarpsþættinum „enski boltinn" á Fótbolta.net í dag. Sögusagnir frá Englandi segja að Arsenal vilji að Rúnar Alex bæti við sig vöðvamassa til að vera tilbúnari í enska boltann.

„Mér skilst að þeir vilji bæta sjö kílóum við hann," sagði Einar Guðnason, stuðningsmaður Arsenal og aðstoðarþjálfari Víkings. „Ég hef heyrt þetta líka. Að þeir vilji bæta við 7-8 kílóum af massa á hann," sagði Jón Kaldal.

Arsenal vann Rapid Vín í fyrsta leik Evrópudeildarinnar á fimmtudag þar sem Bernd Leno var í markinu. Rúnar Alex gæti spilað gegn Dundalk á fimmtudaginn.

„Ég gæti trúað því að hann gæti fengið Dundalk heima eða Molde úti. Ég skil að hann hafi ekki fengið þennan Rapid Vín leik, gegn besta liðinu í riðlinum á útivelli," sagði Einar.

Hér að neðan má hlusta nánar á Arsenal umræðuna. Þar var einnig rætt meira um Bernd Leno, Emiliano Martinez og David Raya sem var orðaður við Arsenal í sumar.
Enski boltinn - Hægt spil Arsenal og líklegir Liverpool menn
Athugasemdir
banner
banner