PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
Fjölskyldan kom Arnóri skemmtilega á óvart í kveðjuleiknum - „Ómetanlegt"
Jökull: Virkilega vel unnið hjá félaginu og geggjaðir stuðningsmenn
Finnur Orri: Ég verð ekki áfram hjá FH
banner
   lau 26. október 2024 19:30
Sölvi Haraldsson
Erfitt sumar hjá Val - „Ég er ekki ánægður sjálfur heilt yfir“
Túfa.
Túfa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stórsigur og alvöru frammistaða hjá okkur frá fyrstu sekúndu sem hefur vantað í sumar. Þetta hefur verið kaflaskipt í seinustu leikjum en í dag klárum við Evrópusæti sem hefur verið okkar markmið undanfarnar vikur og kveðjum okkar hetju, Birki Má Sævarsson.“ sagði Túfa, þjálfari Vals, eftir 6-1 stórsigur á ÍA í dag.


Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 ÍA

Birkir Már spilaði sinn síðasta leik á ferlinum í dag og fékk heiðurskiptingu í lokin.

Birkir Már sýnir öll þau gildi sem eiga að einkenna Val sem félag. Það eru forréttindi að þekkja Birki Má og hvað þá að þjálfa hann. Ef að mínir synir sem eru 12 og 14 ára verða eins og Birkir verð ég bara mjög glaður pabbi. Vont að missa hann en hann hefur bara verið goðsögn hérna á Hlíðarenda.

Túfa var gífurlega ánægður með frammistöðuna sem Valsliðið sýndi í dag.

Mjög góður leikur af okkar hálfu og alvöru tempó í öllu því sem við vorum að gera. Þetta er eitthvað sem við skuldum okkur sjálfa og okkar stuðningsmenn. Alvöru frammistaða og alvöru sigur sem við tökum með okkur inn í næsta tímabil.

Þegar Túfa var nýtekinn við Val sagði hann að markmiðið væri að vinna titilinn en Valsmenn voru býsna langt frá því. Eru þetta mikil vonbrigði?

Það eru alltaf vonbrigði að vera svona langt frá titlinum, Valur er með það mikla sigurhefð að þú vilt alltaf berjast um titil hérna. Það breytist aldrei. Ég er ekki ánægður sjálfur hvernig þetta hefur verið heilt yfir. Ég hefði viljað fá fleiri sigra og fleiri stig. Aftur á móti var seinsti titillinn 2020 og það koma núna nokkur ár þar sem við endum í 5.- til 6. sæti. Þannig lágmarkskrafan okkar er að halda stöðugleika og spila alltaf í Evrópu.

Undanfarnar vikur eru búnar að vera erfiðar. Rosaleg meiðsli og við höfum ekki haft góðan undirbúning fyrir leiki. Stundum þurftum við að bíða með það á síðustu stundu hverjir geta spilað og það hefur að sjálfsögðu áhrif á liðið. En aftur á móti náðum við að þjappa okkur saman og þegar við sáum að titillinn væri að fara setjum við okkur markmið að við verðum að klára Evrópusæti og enda tímabilið vel sem við gerðum á endanum.

Verður Túfa áfram með liðið á næsta tímabili?

Ég verð áfram með liðið, það er klárt mál.

Nánar er rætt við Túfa í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir