Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 26. nóvember 2019 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Markmiðið var að komast áfram
Englandsmeistarar Manchester City gerðu í kvöld jafntefli gegn Shakhtar Donetsk á heimavelli sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Stigið dugði City til að tryggja sæti í 16-liða úrslitunum.

„Við komumst áfram og við spiluðum vel í seinni hálfleiknum," sagði Pep Guardiola, stjóri Man City, eftir leikinn.

„Við vorum betri í seinni en í fyrri hálfleiknum. Þeir náðu aðeins nokkrum skyndisóknum á okkur."

„Ég hef spilað mörgum sinnum gegn Shakhtar Donetsk og þeir eru alltaf með leikmenn með mikil gæði. Við sköpuðum færi, en jafnteflið dugði. Núna er ein keppni klár og núna einbeitum við okkur að deildinni þangað til bikarkeppninnar byrja aftur."

„Markmiðið var að komast áfram og við gerðum það," sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner