Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. nóvember 2019 19:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Margrét Lára: Mín ástríða og mun vera það áfram
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét og Sif Atladóttir.
Margrét og Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margrét Lára Viðarsdóttir tilkynnti það í dag að hún hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna, 33 ára gömul.

Margrét Lára skoraði 79 mörk í 124 landsleikjum á ferli sínum með íslenska landsliðinu og er markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi.

Á ferli sínum varð Margrét Lára fjórum sinnum Íslandsmeistari með Val og einu sinni bikarmeistari. Hún vann gullskóinn í efstu deild fjórum sinnum og hlaut nafnbótina Íþróttamaður ársins árið 2007.

Undanfarin þrjú ár hefur Margrét Lára spilað með Val en hún skoraði fimmtán mörk og var fyrirliði þegar liðið varð Íslandsmeistari síðastliðið sumar.

„Ég er virkilega þakklát fyrir árið í Val og að koma til baka eftir erfið meiðsli og barnsburð er ekki auðgefið," sagði Margrét í viðtali við RÚV.

„Fyrst og fremst er ég þakklát fyrir að hafa komið til baka og náð þessum góða árangri með liðinu og sem einstaklingur, að komast aftur á þann stað að vera góð - það var alltaf markmiðið. Þannig að mér fannst bara kjörið tækifæri að stíga til hliðar núna og segja þetta gott."

Margrét íhugaði að enda ferilinn þegar hún sleit krossband árið 2017, en hún vildi enda ferilinn á eigin forsendum.

„Ég hef alltaf viljað enda á mínum forsendum og geta bakkað út úr ástríðunni að eigin vilja. Ég myndi segja að það væru forréttindi. ég kveð virkilega sátt og gæti ekki verið stoltari."

Hún mun halda áfram að vera í kringum fótbolta. Margrét starfar hjá Síminn Sport þar sem hún er einn af sérfræðingunum um enska boltann.

Hún segir: „Þetta er náttúrulega bara mín ástríða og hún hverfur ekkert. Ég er svo lánsöm að fá að vinna við fótbolta og greina fótbolta í hverri viku. Það er góður vettvangur til að halda sér við og svo er aldrei að vita nema maður taki fram einhverja þjálfarahanska eða skó þegar að því kemur."

„Það verður bara tíminn að leiða í ljós en ég vil halda áfram að leggja knattspyrnunni lið því þetta er mín ástríða og verður það áfram."

Viðtalið má í heild sinni sjá hérna.

Athugasemdir
banner
banner