Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   þri 26. nóvember 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Merson vill að Arsenal fái Pochettino til starfa
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sérfræðingur hjá Sky, vill að skytturnar reki Unai Emery úr stjórastólnum og ráði Mauricio Pochettino í staðinn. Pochettino var rekinn frá erkifjendum Arsenal í Tottenham í síðustu viku.

„Arsenal ætti að reyna við Mauricio Pochettino," sagði Merson við Sky í dag.

„Hann hefur ekki unnið neitt en hann hefur bætt Tottenham tífalt undanfarin fimm ár. Hann er topp stjóri og hann er laus í augnablikinu."

„Ég veit að hann stýrði Tottenham en George Graham var hjá Arsenal áður en hann fór í hina áttina. Þú verður að horfa framhjá svona atriðum. Topp stjórar bjóðast ekki oft án þess að þú þurfir að borga fyrir þá."

„Get ég séð þetta gerast? Nei. Á þetta að gerast? Já. En þetta mun ekki gerast."

Athugasemdir
banner