Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. nóvember 2019 15:30
Magnús Már Einarsson
Merson vill að Arsenal fái Pochettino til starfa
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi sérfræðingur hjá Sky, vill að skytturnar reki Unai Emery úr stjórastólnum og ráði Mauricio Pochettino í staðinn. Pochettino var rekinn frá erkifjendum Arsenal í Tottenham í síðustu viku.

„Arsenal ætti að reyna við Mauricio Pochettino," sagði Merson við Sky í dag.

„Hann hefur ekki unnið neitt en hann hefur bætt Tottenham tífalt undanfarin fimm ár. Hann er topp stjóri og hann er laus í augnablikinu."

„Ég veit að hann stýrði Tottenham en George Graham var hjá Arsenal áður en hann fór í hina áttina. Þú verður að horfa framhjá svona atriðum. Topp stjórar bjóðast ekki oft án þess að þú þurfir að borga fyrir þá."

„Get ég séð þetta gerast? Nei. Á þetta að gerast? Já. En þetta mun ekki gerast."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner