Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 26. nóvember 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Sterling hefur viðræður um samning - Gæti orðið launahæstur
Manchester City hefur hafið viðræður við Raheem Sterling um nýjan samning við félagið.

Sterling skrifaði undir nýjan fimm ára samning við félagið fyrir ári síðan en sá samningur færir honum 275 þúsund pund í laun á viku.

Nýr samningur gæti gert Sterling að launahæsta leikmanni í sögu Manchester City.

Kevin de Bruyne er launahæstur í dag en hann er með 350 þúsund pund í laun á viku hjá City.

Umboðsmenn Sterling tóku fyrsta fund með forráðamönnum Manchester City í gær og frekari viðræður fara fram næstu vikurnar.
Athugasemdir