Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 27. janúar 2020 17:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mari farinn til Brasilíu - Arsenal gæti enn keypt hann
Arsenal hefur verið á höttunum á Pablo Mari, varnarmanni Flamengo.

Mari er samkvæmt heimildum Sky Sports farinn aftur til Flamengo og eins og staðan er í dag mun hann byrja undirbúningstímabilið með brasilíska félaginu.

Arsenal er sagt enn í samskiptum við Flamengo um kaup á leikmanninum.

Mari er spænskur miðvörður, 26 ára gamall. Hann var á árunum 2016-2019 á mála hjá Manchester City.
Athugasemdir
banner