Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mán 27. janúar 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Varalið Juve og Barca skipta á leikmönnum (Staðfest)
Ítalíumeistarar Juventus eru búnir að festa kaup á Alejandro Marques, sóknarmanni Barcelona.

Juve greiðir 8,2 milljónir evra fyrir Marques, sem er 19 ára gamall og spilar með varaliði Barcelona.

Auk þess að fá pening fyrir Marques fær Barcelona einnig Matheus Pereira að láni út tímabilið. Pereira er 21 árs gamall og lék 10 leiki að láni hjá Dijon á fyrri hluta tímabils.

Í lánssamningi Pereira er kaupmöguleiki en Börsungar hafa verið að fylgjast með miðjumanninum í þrjú og hálft ár.

Báðir munu þessir leikmenn spila fyrir varalið sinna nýju félaga.
Athugasemdir