Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. janúar 2021 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Brighton gengur vel í xG en það telur ekki mikið
Brighton er í 17. sæti deildarinnar.
Brighton er í 17. sæti deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Brighton 0 - 0 Fulham

Brighton og Fulham gerðu markalaust jafntefli þegar liðin áttust við í fallbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Brighton var sterkari aðilinn í leiknum, eins og þeir hafa oft verið á þessu tímabili án þess að það beri árangur. Þeir unnu xG leikinn sannfærandi í kvöld. Til að skýra xG á einfaldan hátt, þá mælir það hversu líklegt það er að lið skori miðað við gæði marktækifæris. Þeir hafa unnið xG leikinn oft á þessu tímabili en eru ekki að vinna leikina.

Ruben Loftus-Cheek komst nálægt því að tryggja Fulham sigurinn undir lokin en Lewis Dunk bjargaði meistaralega.

Fulham er í 18. sæti með 13 stig og Brighton er í 17. sæti með 18 stig.

Önnur úrslit í kvöld:
England: Markalaust í fyrsta leik Tuchel - Magnaður sigur Burnley


Athugasemdir
banner
banner