Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 27. janúar 2021 22:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Óvæntustu úrslit tímabilsins
Sheffield United vann á botni deildarinnar.
Sheffield United vann á botni deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Harry Maguire skoraði mark Man Utd í kvöld.
Harry Maguire skoraði mark Man Utd í kvöld.
Mynd: Getty Images
Jordan Pickford átti að gera betur gegn Leicester.
Jordan Pickford átti að gera betur gegn Leicester.
Mynd: Getty Images
Óvæntustu úrslit tímabilsins áttu sér stað í ensku úrvalsdeildinni á þessu miðvikudagskvöldi.

Sheffield United, langversta lið tímabilsins í deildinni til þessa, fór á Old Trafford og lagði Manchester United að velli.

Manchester United hefur verið á miklu skriði og hefði með sigri í kvöld getað komist aftur á topp deildarinnar. Sheffield United kom hins vegar í veg fyrir það.

Gestirnir komust yfir á 23. mínútu þegar Kean Bryan skoraði á 23. mínútu. Markið var umdeilt þar sem það var ýtt í bakið á David de Gea, markverði United. Markið fékk hins vegar að standa.

Mark sem Manchester United skoraði stuttu síðar fékk hins vegar ekki að standa. Það var dæmt brot á Harry Maguire þegar hann hoppaði inn í markvörð Sheffield United, Aaron Ramsdale. Manchester United voru ekki sáttir með frammistöðu dómarans í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 1-0 fyrir gestina, fyrir botnlið deildarinnar.

Man Utd herjaði á Sheffield United í seinni hálfleik og það bar árangur á 64. mínútu þegar fyrirliði þeirra, Harry Maguire, skoraði eftir hornspyrnu.

Sheffield United tók hins vegar forystuna aftur tíu mínútum síðar. Oliver Burke skoraði þá eftir hörmulegan varnarleik hjá Man Utd. Skot Burke fór í Axel Tuanzebe og inn.

Man Utd skapaði fá færi eftir það og sigur Sheffield United staðreynd. Þeir börðust fyrir þessum sigri, þeirra annar sigur á tímabilinu. Sheffield United er áfram á botninum með aðeins átta stig eftir 20 leiki. Þetta gæti reynst mjög dýrkeypt fyrir Man Utd sem er í öðru sæti með stigi minna en Man City, en United er búið að spila einum leik meira.

Jafnt á Goodison Park
Í hinum leiknum sem var að klárast í ensku úrvalsdeildinni skildu Everton og Leicester jöfn, 1-1.

James Rodriguez kom Everton yfir með góðu skoti á 30. mínútu, en Youri Tielemans jafnaði fyrir Leicester á 67. mínútu þegar hann átti skot sem Jordan Pickford átti að verja. Leicester var sterkari aðilinn í leiknum en lokaniðurstaðan jafntefli.

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 85. mínútu hjá Everton.

Leicester er í þriðja sæti deildarinnar með 39 stig og Everton í sjöunda sæti með 33 stig.

Everton 1 - 1 Leicester City
1-0 James Rodriguez ('30 )
1-1 Youri Tielemans ('67 )

Manchester Utd 1 - 2 Sheffield Utd
0-1 Kean Bryan ('23 )
1-1 Harry Maguire ('64 )
1-2 Oliver Burke ('74 )
Athugasemdir
banner
banner