Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   fim 27. janúar 2022 23:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Nei, hún gerði það alls ekki
,,Ágætis lexía fyrir okkur"
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki góður leikur af okkar hálfu, mér fannst Stjarnan vera betra liðið lungan af leiknum og þetta er ágætis lexía fyrir okkur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Stjörnunni í kvöld.

Stjarnan pressaði Blika stíft í leiknum en það kom Óskari ekkert á óvart.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Breiðablik

„Nei, hún gerði það alls ekki. Þeir hafa verið að spila svona, þeir eru með orkumikið og flott lið. Hún kom ekki á óvart en við hefðum oft getað leyst hana aðeins betur."

Ísak Snær var tekinn af velli í hálfleik, Óskar var spurður út í hann.

„Ísak á fullt inni eins og bara allt liðið og það var löngu ákveðið fyrir leik að hann myndi bara taka hálfleik, hann og Oliver myndu skipta þessu á milli sín. Það er ekkert annað um það að segja. Auðvitað er það þannig að allt liðið á fullt inni, Ísak ekkert síður en aðrir en heldur ekkert meira en aðrir."

Elfar Freyr Helgason spilaði seinni hálfleikinn í kvöld eftir að hafa glímt við langvarandi meiðsli.

„Það er mjög gott fyrir Ella að fá nokkrar mínútur og reyna finna taktinn. Það er langt síðan hann spilaði að einhverju ráði, náð tíu mínútum hér og tíu mínútum þar. Vonandi er hann kominn yfir það versta og bíður beinn og breiður vegur," sagði Óskar Hrafn.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan en hann var einnig spurður út í Mikkel Qvist og Atlantic Cup sem er framundan hjá Blikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner