Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
   fim 27. janúar 2022 23:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Nei, hún gerði það alls ekki
,,Ágætis lexía fyrir okkur"
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki góður leikur af okkar hálfu, mér fannst Stjarnan vera betra liðið lungan af leiknum og þetta er ágætis lexía fyrir okkur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Stjörnunni í kvöld.

Stjarnan pressaði Blika stíft í leiknum en það kom Óskari ekkert á óvart.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Breiðablik

„Nei, hún gerði það alls ekki. Þeir hafa verið að spila svona, þeir eru með orkumikið og flott lið. Hún kom ekki á óvart en við hefðum oft getað leyst hana aðeins betur."

Ísak Snær var tekinn af velli í hálfleik, Óskar var spurður út í hann.

„Ísak á fullt inni eins og bara allt liðið og það var löngu ákveðið fyrir leik að hann myndi bara taka hálfleik, hann og Oliver myndu skipta þessu á milli sín. Það er ekkert annað um það að segja. Auðvitað er það þannig að allt liðið á fullt inni, Ísak ekkert síður en aðrir en heldur ekkert meira en aðrir."

Elfar Freyr Helgason spilaði seinni hálfleikinn í kvöld eftir að hafa glímt við langvarandi meiðsli.

„Það er mjög gott fyrir Ella að fá nokkrar mínútur og reyna finna taktinn. Það er langt síðan hann spilaði að einhverju ráði, náð tíu mínútum hér og tíu mínútum þar. Vonandi er hann kominn yfir það versta og bíður beinn og breiður vegur," sagði Óskar Hrafn.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan en hann var einnig spurður út í Mikkel Qvist og Atlantic Cup sem er framundan hjá Blikum.
Athugasemdir