Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 27. janúar 2022 23:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Nei, hún gerði það alls ekki
,,Ágætis lexía fyrir okkur"
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki góður leikur af okkar hálfu, mér fannst Stjarnan vera betra liðið lungan af leiknum og þetta er ágætis lexía fyrir okkur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Stjörnunni í kvöld.

Stjarnan pressaði Blika stíft í leiknum en það kom Óskari ekkert á óvart.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Breiðablik

„Nei, hún gerði það alls ekki. Þeir hafa verið að spila svona, þeir eru með orkumikið og flott lið. Hún kom ekki á óvart en við hefðum oft getað leyst hana aðeins betur."

Ísak Snær var tekinn af velli í hálfleik, Óskar var spurður út í hann.

„Ísak á fullt inni eins og bara allt liðið og það var löngu ákveðið fyrir leik að hann myndi bara taka hálfleik, hann og Oliver myndu skipta þessu á milli sín. Það er ekkert annað um það að segja. Auðvitað er það þannig að allt liðið á fullt inni, Ísak ekkert síður en aðrir en heldur ekkert meira en aðrir."

Elfar Freyr Helgason spilaði seinni hálfleikinn í kvöld eftir að hafa glímt við langvarandi meiðsli.

„Það er mjög gott fyrir Ella að fá nokkrar mínútur og reyna finna taktinn. Það er langt síðan hann spilaði að einhverju ráði, náð tíu mínútum hér og tíu mínútum þar. Vonandi er hann kominn yfir það versta og bíður beinn og breiður vegur," sagði Óskar Hrafn.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan en hann var einnig spurður út í Mikkel Qvist og Atlantic Cup sem er framundan hjá Blikum.
Athugasemdir
banner