Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
   fim 27. janúar 2022 23:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Nei, hún gerði það alls ekki
,,Ágætis lexía fyrir okkur"
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki góður leikur af okkar hálfu, mér fannst Stjarnan vera betra liðið lungan af leiknum og þetta er ágætis lexía fyrir okkur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Stjörnunni í kvöld.

Stjarnan pressaði Blika stíft í leiknum en það kom Óskari ekkert á óvart.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Breiðablik

„Nei, hún gerði það alls ekki. Þeir hafa verið að spila svona, þeir eru með orkumikið og flott lið. Hún kom ekki á óvart en við hefðum oft getað leyst hana aðeins betur."

Ísak Snær var tekinn af velli í hálfleik, Óskar var spurður út í hann.

„Ísak á fullt inni eins og bara allt liðið og það var löngu ákveðið fyrir leik að hann myndi bara taka hálfleik, hann og Oliver myndu skipta þessu á milli sín. Það er ekkert annað um það að segja. Auðvitað er það þannig að allt liðið á fullt inni, Ísak ekkert síður en aðrir en heldur ekkert meira en aðrir."

Elfar Freyr Helgason spilaði seinni hálfleikinn í kvöld eftir að hafa glímt við langvarandi meiðsli.

„Það er mjög gott fyrir Ella að fá nokkrar mínútur og reyna finna taktinn. Það er langt síðan hann spilaði að einhverju ráði, náð tíu mínútum hér og tíu mínútum þar. Vonandi er hann kominn yfir það versta og bíður beinn og breiður vegur," sagði Óskar Hrafn.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan en hann var einnig spurður út í Mikkel Qvist og Atlantic Cup sem er framundan hjá Blikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner