Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   fim 27. janúar 2022 23:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óskar Hrafn: Nei, hún gerði það alls ekki
,,Ágætis lexía fyrir okkur"
Óskar Hrafn
Óskar Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ekki góður leikur af okkar hálfu, mér fannst Stjarnan vera betra liðið lungan af leiknum og þetta er ágætis lexía fyrir okkur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, eftir tap gegn Stjörnunni í kvöld.

Stjarnan pressaði Blika stíft í leiknum en það kom Óskari ekkert á óvart.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  1 Breiðablik

„Nei, hún gerði það alls ekki. Þeir hafa verið að spila svona, þeir eru með orkumikið og flott lið. Hún kom ekki á óvart en við hefðum oft getað leyst hana aðeins betur."

Ísak Snær var tekinn af velli í hálfleik, Óskar var spurður út í hann.

„Ísak á fullt inni eins og bara allt liðið og það var löngu ákveðið fyrir leik að hann myndi bara taka hálfleik, hann og Oliver myndu skipta þessu á milli sín. Það er ekkert annað um það að segja. Auðvitað er það þannig að allt liðið á fullt inni, Ísak ekkert síður en aðrir en heldur ekkert meira en aðrir."

Elfar Freyr Helgason spilaði seinni hálfleikinn í kvöld eftir að hafa glímt við langvarandi meiðsli.

„Það er mjög gott fyrir Ella að fá nokkrar mínútur og reyna finna taktinn. Það er langt síðan hann spilaði að einhverju ráði, náð tíu mínútum hér og tíu mínútum þar. Vonandi er hann kominn yfir það versta og bíður beinn og breiður vegur," sagði Óskar Hrafn.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan en hann var einnig spurður út í Mikkel Qvist og Atlantic Cup sem er framundan hjá Blikum.
Athugasemdir