Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. janúar 2023 11:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stuðningsmaður biðlar til umboðsmanns Hákons - „Fyrirfram þakkir"
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur verið sterklega orðaður við Salzburg í Austurríki upp á síðkastið. Hákon er nítján ára sóknarsinnaður miðjumaður sem lék sína fyrstu A-landsleiki á síðasta tímabili.

Það var fjallað um það í síðustu viku að Salzburg hefði gert stórt tilboð í Hákon, tilboð sem hljóðaði upp á 100 milljónir danskra króna. FCK hafnaði tilboðinu.

Hákon, sem er samningsbundinn FCK fram á sumarið 2026, var valinn fótboltamaður ársins hér á Íslandi í fyrra. Á því ári varð hann danskur meistari með FCK, stimplaði sig inn í A-landsliðið og skoraði í Meistaradeildinni.

Hann er greinilega í miklum metum hjá FCK og stuðningsmönnum liðsins. Það má til dæmis sjá á svari sem Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Hákons, fær á Twitter í dag. Magnús Agnar deildi myndbandi af marki sem Hákon skoraði og fékk þetta svar:

„Gerðu það, leyfðu okkur að halda Hákoni fram á sumar en helst lengur. Fyrirfram þakkir frá öllum stuðningsmönnum Kaupmannahafnar."

Hákon er aðeins 19 ára gamall og er gríðarlega spennandi leikmaður. Hann á að hjálpa FCK í baráttunni um danska meistaratitilinn seinni hluta tímabilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner