Sádi-arabíska stórveldið Al-Nassr er í leit að nýjum sóknarleikmanni til að deila sóknarlínunni með Sadio Mané og Cristiano Ronaldo.
Anderson Talisca hefur sinnt því hlutverki en hann er einn af nokkrum leikmönnum sem eru á leið til tyrkneska stórveldisins Fenerbahce þessa dagana.
Félagaskipti Talisca til Fenerbahce eru svo gott sem staðfest og er Boniface ætlað að fylla í skarðið sem Talisca skilur eftir sig.
Boniface er 24 ára gamall og hefur skorað 20 mörk í 33 deildarleikjum með Bayer Leverkusen í þýska boltanum, auk þess að gefa 9 stoðsendingar.
Hann hefur verið að glíma við meiðsli síðustu mánuði en var búinn að koma að 9 mörkum með beinum hætti í 15 leikjum á tímabilinu þegar hann meiddist.
Al-Nassr hefur einnig áhuga á Jhon Durán framherja Aston Villa en félagið vill ekki selja hann.
Leverkusen borgaði 20 milljónir evra fyrir Boniface og er talið vilja minnst 50 milljónir evra til að selja hann áfram.
Athugasemdir