Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þjóðadeild kvenna í dag - Öll heimaliðin nema Ísland með forystu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: EPA
Það eru sex leikir á dagskrá í Þjóðadeild kvenna í dag þar sem lið mætast í mikilvægum umspilsleikjum.

Liðin sem enduðu í þriðja sæti sinna riðla í A- og B-deildum Þjóðadeildarinnar, eru að spila við liðin sem enduðu í öðru sæti í B- og C-deildunum. Sigurliðin fá sæti í efri deildinni og tapliðin í neðri deildinni.

Seinni umspilsleikirnir fara fram í dag og í kvöld en öll heimaliðin nema Ísland eru með góða forystu eftir þægilega sigra á útivelli í fyrri umferðinni. Heimalið kvöldsins eru þær þjóðir sem koma úr efri deildum á meðan útiliðin eru þjóðir sem enduðu í öðru sæti neðri deildanna.

Ísland gerði jafntefli við Serbíu og fær því erfiðan slag á Kópavogsvelli í dag, en Úkraína, Noregur, Slóvakía, Belgía og Norður-Írland eru öll með góða forystu fyrir heimaleikina sína í kvöld.

Norður-Írar eru með minnstu forystuna eftir 0-2 sigur í Svartfjallalandi á meðan Úkraína og Belgía eru með mestu forystuna eftir fjögurra marka sigra í Búlgaríu og Ungverjalndi.

Þjóðadeild kvenna: A-B deild
14:30 Ísland - Serbía (1-1)
17:00 Noregur - Króatía (3-0)
19:00 Belgía - Ungverjaland (5-1)

Þjóðadeild kvenna: B-C deild
13:00 Úkraína - Búlgaría (4-0)
17:00 Slóvakía - Lettland (3-0)
19:00 N-Írland - Svartfjallaland (2-0)
Athugasemdir
banner
banner
banner