Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 27. mars 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Launalækkanir hjá Atletico og Espanyol
Atletico Madrid og Espanyol hafa bæst við hóp þeirra knattspyrnufélaga sem hafa staðfest að starfsmenn félagsins muni taka á sig launalækkanir meðan kórónaveiran ríður yfir.

Þrjú félög í efstu deild á Spáni hafa staðfest þetta. Barcelona var fyrsta félagið til að senda út opinbera tilkynningu.

Í Þýskalandi eru nokkur af stærstu félögunum búin að tilkynna launalækkanir og búist er við að félög frá Englandi og Ítalíu fylgi á næstu dögum.

Ljóst er að fjárhagsáhrif kórónuveirunnar munu verða gríðarleg ef fótboltaheimurinn verður frosinn mikið lengur.
Athugasemdir
banner