Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. mars 2020 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Leikmenn Schalke samþykkja launalækkun
Mynd: Getty Images
Leikmenn Schalke hafa samþykkt að taka á sig launalækkun til að hjálpa við að halda félaginu á floti í miðjum heimsfaraldri.

Schalke er þriðja félagið í efstu deild þýska boltans sem staðfestir launalækkanir eftir Bayern München og Borussia Dortmund. Staðan hjá Union Berlin er þó enn verri, þar sem leikmenn eru hreinlega komnir í launalaust frí.

„Því miður þá hefur kórónaveiran áhrif á okkur öll. Þess vegna er mikilvægt að hjálpast að á þessum erfiðu tímum og það er nákvæmlega það sem við gerum hér hjá FC Schalke 04. Við sögðum leikmönnum frá fjárhagsstöðunni og þeir voru snöggir að samþykkja að taka á sig launalækkun," segir Jochen Schneider, yfirmaður íþróttamála hjá Schalke.

Ekki er greint frá því hversu mikil skerðingin verður. Leikmenn FC Bayern eru sagðir taka 20% launalækkun.

Schalke staðfesti þá á sama tíma þátttöku í FIFA móti þar sem 26 félög úr tveimur efstu deildum Þýskalands mæta til leiks.
Athugasemdir
banner
banner
banner