Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 27. mars 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pione Sisto flaug úr sóttkví án leyfis
Mynd: Getty Images
Danski landsliðsmaðurinn Pione Sisto ákvað að yfirgefa Spán og halda heim til Danmerkur meðan kórónuveiran stendur yfir sem hæst.

Sisto spilar fyrir Celta Vigo í efstu deild á Spáni og var í sóttkví rétt eins og allir liðsfélagar sínir þegar hann ákvað að taka flugið.

Kantmaðurinn lét félagið ekki vita af ferðalaginu fyrr en hann var lagður af stað og hefur það vakið mikla athygli. Hann fór úr sóttkví í leyfisleysi til að taka flug heim til Danmerkur.

COPE greinir frá þessu og ef þetta reynist rétt á Sisto, sem er 25 ára, yfir höfði sér væna sekt og jafnvel lögsókn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner