
„Þetta voru sanngjörn úrslit klárlega. Þeir voru bara miklu betri en við á öllum sviðum," sagði Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur á Stöð 2 Sport, eftir tapið gegn Kósovó. Hann telur að það hafi verið mistök hjá Arnari að spila menn svona út úr stöðum.
„Ég veit að Arnar vill fá leikmenn sem geta leyst fleiri en eina og fleiri en tvær stöður en það er ekki hægt að setja leikmenn í stöður eins og hann gerir með Stefán og Ísak í dag. Það er bara ósanngjarnt gagnvart liðinu og leikmönnunum sjálfum. Þetta bara getur ekki gengið upp. Eftirá voru þetta klár mistök hjá Arnari."
„Ég veit að Arnar vill fá leikmenn sem geta leyst fleiri en eina og fleiri en tvær stöður en það er ekki hægt að setja leikmenn í stöður eins og hann gerir með Stefán og Ísak í dag. Það er bara ósanngjarnt gagnvart liðinu og leikmönnunum sjálfum. Þetta bara getur ekki gengið upp. Eftirá voru þetta klár mistök hjá Arnari."
„Það er nýr maður kominn inn og við verðum að gefa honum tíma en þetta er alls ekki góð byrjun."
Þetta er ógeðslega erfitt
Þá var Lárus Orri spurður út í frammistöðu Arons Einars Gunnarssonar í þessum tveimur leikjum. Aron kom inn af bekknum í kvöld en fékk rautt spjald.
„Þessi gluggi hjá Aroni var ekki góður. Hann var ekki góður í síðasta leik og ekki heldur í þessum. Það er hreinlega erfitt að tala um þetta því það er erfitt að sjá Aron í þessari stöðu sem hann er í. Oft á tíðum var þetta mjög erfitt fyrir hann. Hann átti erfitt uppdráttar, hann var búinn að vera inná í fimmtán mínútur í kvöld og virtist búinn á því," segir Lárus.
„Ég segi það ekki bara við Aron heldur alla leikmenn gullkynslóðarinnar: Passið ykkur á að yfirgefa leikinn áður en leikurinn yfirgefur ykkur (Leave the game before the game leaves you). Þú hefur bara visst mikinn tíma til að hætta í landsliðinu, á endanum verður það ákveðið fyrir þig."
„Þetta er ógeðslega erfitt. Ef ég hefði viljað bæta einhverju við minn feril þá er það að standa einn þjóðsöng í viðbót. Það er erfitt að finna rétta punktinn til að segja hingað og ekki lengra en það er kannski tími til að menn horfi í spegilinn og taki ákvarðanir um framtíðina. Við erum ekki bara að tala um Aron, menn þurfa að vita sinn tíma og við erum ekki að tala um aldur. Þetta snýst um hvar menn eru staddir á ferlinum."
Athugasemdir