Á laugardag tekur Brighton á móti Nottignham Forest í 8-liða úrslitum enska FA bikarkeppninnar, þeirrar elstu og virtustu.
Danny Welbeck skaut Brighton í 8-liða úrslitin með sigurmarki gegn Newcastle í framlengingu. Eftir leik fékk hann óvænt símtal.
Danny Welbeck skaut Brighton í 8-liða úrslitin með sigurmarki gegn Newcastle í framlengingu. Eftir leik fékk hann óvænt símtal.
„Sir Alex Ferguson hringdi í mig eftir markið gegn Newcastle. Hann ræddi um markið og frammistöðuna. Hann var í skýjunum fyrir mína hönd. Hann er stjóri sem hugsar alltaf til leikmanna sinna og vill þeim það besta," segir Welbeck.
Aðalliðsferill Welbeck hóst undir stjórn Ferguson hjá Manchester United þar sem hann var hluti af hópnum sem vann ensku úrvalsdeildina 2013. Hann hélt svo til Arsenal og lék undir stjórn Arsene Wenger.
„Sir Alex Ferguson fór sína leið að árangri, Arsene Wenger fór sína leið. Það eru mismunandi leiðir að árangri. Báðir þessir stjórar spiluðu stórt hlutverk í mínu lífi, ekki bara ferlinum."
Welbeck er 34 ára og og því tveimur árum eldri en núverandi stjóri hans, Fabian Hürzeler. Welbeck er með sjö úrvalsdeildarmörk á ferlinum.
„Aldurinn á honum hefur engin áhrif á æfingasvæðinu. Hann er góður stjórnandi með skýra hugmyndafræði. Ég hugsa aldrei út í aldurinn á honum núna, hann er stjórinn," segir Welbeck.
Athugasemdir