„Tilfininingin er geggjuð. Það er ekki margt sem ég vil segja, en eina sem ég vil gera er að senda þakklæti mitt til Jürgen Klopp,“ sagði Arne Slot, stjóri Liverpool, eftir að liðið vann Englandsmeistaratitilinn í 20. sinn á Anfield í dag.
Liverpool þurfti aðeins stig gegn Tottenham til að tryggja titilinn, en Lundúnafélagið tókst aðeins að hræða stuðningsmenn þegar þeir skoruðu á 12. mínútu.
Leikurinn var meira og minna eign Liverpool eftir það. Liðið skoraði þrjú áður en hálfleikurinn var úti og síðan tvö til viðbótar í þeim síðari.
Gleðin tók völd á Anfield eftir leikinn og vildi Slot koma sérstökum þökkum á leikmannahópinn og stuðningsmenn.
„Bara hvernig við mættum þarna á rútunni og allir hugsuðu að það væri bara enginn séns að við myndum tapa þessum leik. Að fá á okkur fyrsta markið gerði okkur erfitt fyrir, en þeir finna alltaf leiðir til að vinna.“
„Ég er ótrúlega stoltur en ekki bara af leikmönnunum. Allir vita hvaða framlag þeir hafa sett í þetta síðustu ár og allir sem standa hér ættu að gefa þeim frábært lófaklapp í leiðinni.
„Gleymum því að þetta er annar titillinn á 35 árum og segjum frekar að þetta sé annar titillinn á síðustu fimm árum,“ sagði Slot.
Athugasemdir