Onana orðaður við Sádí-Arabíu - Wharton til Liverpool - Barcelona búið að finna eftirmann Lewandowski
   sun 27. apríl 2025 17:43
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool komið með jafn marga titla og Man Utd - „Sársaukafullt að segja það“
Liverpool vann 20. titilinn í dag
Liverpool vann 20. titilinn í dag
Mynd: EPA
Gary Neville segir það sársaukafullt fyrir Man Utd að Liverpool sé búið að jafna það að titlum
Gary Neville segir það sársaukafullt fyrir Man Utd að Liverpool sé búið að jafna það að titlum
Mynd: EPA
Liverpool varð Englandsmeistari í 20. sinn í sögu félagsins í dag og hefur nú jafnað Manchester United að titlum.

Tuttugasti titill Liverpool var staðfestur nú rétt í þessu eftir að liðið vann sannfærandi 5-1 sigur á Tottenham á Anfield.

Þessi titill er þýðingarmikill fyrir Liverpool-menn en það deilir nú metinu með United.

Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports, segir að nú blasir við blákaldur raunveruleiki fyrir United og það sé að viðurkenna að Liverpool sé stærsta félag Englands.

„Þegar talað er um þessa viðurkenningu sem árangursríkasta félagið þá var hægt að deila um það hvort það væri Liverpool, sem var með fleiri Evrópubikara eða Man Utd sem var með fleiri titla, en um leið og Liverpool jafnar Man Utd þá er fremur sársaukafullt að segja það, en þessari umræðu er lokið í bili fyrir Man Utd eða alla vega þangað til liðið nær aftur árangri og fer að vinna deildartitla.“

„Þetta ætti að skapa alvöru skjálfta á Old Trafford og þeirri hugmynd að Liverpool, sem er augljóslega frábært félag, er núna árangursríkasta félagið. Þetta ætti að skapa mikinn sársauka því það þurfti mikið til að komast fram úr Liverpool. Þeir voru langt á undan áður en Sir Alex Ferguson tók við,“
sagði Neville á Sky.


Athugasemdir
banner
banner