Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. maí 2020 23:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi mjög jákvæður varðandi líkamlegt stand sitt
Gylfi leikur með Everton.
Gylfi leikur með Everton.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, segist vera í frábæru líkamlegu standi fyrir endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar. Stefnt er á að hefja deildina aftur í næsta mánuði.

Leikmenn byrjuðu aftur að æfa í litlum hópum í síðustu viku á Englandi og fyrr í dag var sagt frá því að æfingar með snertingum væru núna leyfðar.

Leikmenn hafa síðan í mars verið að taka heimaæfingar, en núna styttist í að boltinn byrji aftur að rúlla.

Gylfi, sem er verður 31 árs í september, segir í samtali við vefsíðu Everton: „Mér líður mjög vel í líkamanum. Það er erfitt að segja til um hvað ég á mikið eftir, en mér líður betur líkamlega en þegar ég var tvítugur."

„Það hefur verið gaman að mæta aftur á æfingar og hitta strákana, jafnvel þó að það hafi verið góð fjarlægð á milli okkar. Ég hef reynt að nýta hvern dag eins og best er á kosið, en þetta hafa verið langar níu vikur."

Gylfi hefur nýtt síðustu vikur í að æfa meðal annars á píanó. „Ég keypti píanó þegar ég var hjá Swansea fyrir nokkrum árum. Stundum er ég mjög einbeittur á að læra almennilega á það, en svo hefur áhuginn dvínað. Ég næ því á endanum.," sagði íslenski landsliðsmaðurinn sem hefur einnig horft á heimildaþættina The Last Dance sem fjalla um gullaldarlið Chicago Bulls í NBA-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner